María er ný hárkolla frá NJ-Creation. Hún er með gervi hári og einsog myndin sýnir er hún síð, klippt í styttur og með síðan topp. Gervi hárið í henni er mjög fallegt og þolir það meiri hita heldur en almennt gervi hár. Hárið ofa á kollinum er handhnýtt í gegnsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er að óska eftir. Að öðru leyti er hún vélunnin. Á grunninum innanverðum hefur verið saumaður renningur (með gel eða silikon áferð) sem gerir hárkolluna stamari á höfðinu svo hún situr betur. Hún er framleidd í 11 litum.
Þyngdin er 195 gr
Lengdin er 47 cm