Prinsess hárkollan er hárkolla sem kemur frá bresku fyrirtæki sem heitir Dimples. Hún er framleidd í minni stærð en almennt er, og er þar af leiðandi mjög hentug fyrir börn eða höfuðsmáar stúlkur. Stærðin á henni er 50 cm. Hárið ofan á kollinum er hadhnýtt í gegsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er hvað hárkollu varðar. Á innanverðu kollstykkinu og fyrir ofan eyrnasvæðið hefur verið saumað stamt undirlag. Það gerir það að verkum að hárkollan situr þéttar að kollinum og helst betur á höfðinu. Hún er vélunnin í hnakkann svo vel loftar um hana. Aftan á hnakkanum er hægt að víkka eða þrengja hárkolluna.
Framleidd úr gervi hári og í 9 litum.