Hvernig þvo á hárkollur og hártoppa?

Þar sem Bergmann hárkollufyrirtækið framleiðir hárvörur sérstaklega ætlaðar hárkollum til að viðhalda ferskleika hársins hvort heldur er ekta hár eða gervihár, ráðleggjum við viðskiptavinum okkar eindregið að meðhöndla hárið með þessum vörum.

  • setja ylvolgt vatn í vask og blanda sjampói í vatnið. Ath. að vatnið sé ekki of heitt.
  • láta hárkolluna vera í vatninu í ca 5-10 mínútur, ath að öll hárkollan blotni vel.
  • skola hárkolluna vel, og setja hana aftur í ylvolgt vatn með balsami (hárnæringu) og láta liggja i ca 5-10 mín.
  • Þurrka mesta vatnið úr hárkollunni með því að strjúka vatnið úr með höndunum. Leggja hárkolluna á handklæði og vefja handklæðinu utan um hárkolluna, klípa handklæðið varlega – ekki vinda.
  • setja hárkolluna á hárkollustand og greiða hana raka í það form sem óskað er. Hárkollan er tilbúin til notkunar þegar hún þornar. Við ráðleggjum að nota grófa greiðu eða grófan bursta.
  • ef hárkollan er þurrkuð með hárblásara má alls ekki nota heitan blástur, og ráðleggjum við viðskiptavinum okkar að nota LIFE spray sem verndar hárið fyrir hita.

ATH. fyrir þá sem nota lím, hreinsið límið af fyrir þvott.

Ath. Við viljum benda viðskiptavinum Hárkollugerðarinnar á að við mikinn hita getur gervihár bráðnað. Það getur gerst t.d. ef staðið er of nálægt grilli eða ofni sem stilltur er á mikinn hita. Heit gufan sem myndast getur brætt hárið og því ráðleggjum við fólki að vera varkárt við þessar aðstæður.