Kira er hárkolla sem kom á markað núna í Maí 2017 og kemur hún frá Bergmann fyrirtækinu. Það nýjasta hjá Bergmann er að núna er hárið í framlínu hárkollana handhnýtt í svokallað skinn framstykki. Hárið er gervi hár og er hárið ofan á kollinum handhnýtt í gegnsæjan grunn og hárið við framlínuna og svæðið frá enni að eyra hnýtt í skinn framlínuna. Að öðru leyti er hárkollan vélunnin. Hægt er að víkka eða þrengja hárkolluna aftan á hálsinum. Hárið er gervi hár og eins og myndin sýnir er klippingin mjög sportleg létt og klæðileg.
Hún er framleidd í 18 litum