Um leiguhárkollur

Hárkollugerðin leigir hárkollur til einstaklinga,kvikmyndafélaga og leikfélaga. Hárkollurnar eru leigðar í sólahring eða lengur. Hér fyrir neðan er gott úrval af myndum af hárkollum af ýmsum stærðum og gerðum sem eru til leigu. Með því að hringja í síma 511-5222 er hægt að taka frá hárkollu. Þú gefur upp númerið sem er við hárkolluna sem þú óskar eftir og hún er tekin frá.

Fljótlega verða birtar myndir af skeggjum sem verða ýmist til sölu eða leigu. Það getur verið mjög gaman að fullkomna gervið með skeggi.

Greiðsla fer fram við móttöku og tryggingargjald er ígildi greiðslukortaupplýsinga á sölunótu sem verður bakfærð við skil.

Leiga fyrir hárkollu er kr. 5.000 pr.sólahring. Leiguverð umfram sólahring er samningsatriði.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 511-5222

Sendum um allt land. Hringið í síma 511-2222 og við sendum vöruna um hæl.