Um Augabrúnir Ektahár

Álímdar augabrúnir með ekta hári er enn einn möguleikinn sem stendur einstaklingum

til boða sem misst hafa augabrúnirnar eða hafa þunnar augabrúnir, nú eða fyrir þá einstaklinga sem hafa þynnt sínar eigin augabrúnir of mikið og vilja brúa bilið meðan þær vaxa aftur.

Augabrúnirnar eru límdar á með sérstöku lími sem er vatnshelt.

Athugið vel að augabrúna svæðið sé hreint og þurrt.  Takið augabrúnina úr

pakkningunni og leggjið hana á borð, látið hárið vísa niður. Berið límið á augabrúnina en varist að setja lím á bláendana. Berið einnig þunnt lag af lími á húðina þar sem augabrúnin skal staðsett.

Látið límið bíða í ca. 3-5 mínútur eða þangað til það er orðið glært. Bera má annað lag af lími ef þarf (það ætti ekki þó ekki að vera nauðsynlegt).

Athugið að setja ekki of mikið lím svo augabrúnin nái að festast. Ef límið smitast út fyrir ramma augabrúnarinnar er hægt að nota volgt vatn, t.d. með eyrnapinna til að hreinsa.

Vissulega er ekki hægt að fullyrða hversu lengi augabrúnin helst á, það fer allt eftir því hvernig húð hver einstaklingur hefur og einnig hvernig við meðhöndlum hana. Ekki er óalgengt að hún haldist á í 4 daga.

Hvert sett af augabrúnum getur enst í ca. 3 mánuði ef vel er farið með þær.

Gott getur verið að hafa límið við höndina þegar komið er úr sturtu eða sundlaugum þar sem augabrúnin getur losnað við þessar kringumstæður.  Oft er einungis endinn á augabrúninni sem þarf að festa að nýju.

Hægt er að fara með augabrúnina í sund.

Einnig getur verið gott að skerpa formið á  augabrúninni með brúnum augnskugga eða lit sem við á.