Um Augabrúnir Tattoo

Step 1 To do Step 2 To doStep 3 To do Step 4 To do

 

 

Nú hefur Hárkollugerðin hafið sölu á augabrúnum. svokallaðar Temporary Tattoo eyebrows” .

Þeim  má líkja við filmu sem límd er á augabrúnasvæðið. Eina sem þarf að til að líma augabrúnina er að nota vatn.

Spurt og Svarað – ” Temporary Tattoo eyebrows”

1. Hversu lengi helst augabrúnin á? Augabrúnin ætti að haldast á í ca. 3 til 6 daga. Þess ber þó að geta að

við erum öll með misjafna húð. Sumir einstaklingar hafa feita húð – Aðrir þurra og getur það haft áhrif hversu lengi augabrúnin tollir.

2. Er hægt að fara í sund með augabrúnina?  Já.

3. Hvernig er hægt að fjarlægja augabrúnina? Hægt er að fjarlægja hana með barnaolíu eða föðrunarhreinsi.

4. Tekur langan tíma að setja augabrúnina á? Þegar búið er ákveða hvar eigi að staðsetja hana þarf einungis blautan klút sem er settur yfir augabrúnina í ca. 40 sek. Þá er glæra filman skilin frá augabrúninni og er svæðinu leyft að þorna. Tekur einungis ca. 30 sek. Ágætt getur verið að þerra yfir með þurrum klút til að festa límið.

5. Hverjir nota augabrúna filmur?  Konur,karlar og börn geta notað augabrúnafilmur. Þær eru fáanlegar í mörgum  formum og útfærlsum.

6. Eru litirnir margir? Flestar gerðirnar eru fáanlegar í 4 litum.