Ella er ein af nýju hárkollum 2016 frá Bergmann fyrirtækinu. Eins og myndin sýnir er hún klippt í sportlega klippingu. Hárið í henni er gervi hár. Hárið ofan á kollinum er að hluta til handhnýtt í gegnsæjan grunn þar sem hárinu er skipt á vinstri hlið. Einnig er hárið á framlínunni handhnýtt í gegnsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er. Hárið í hnakkanum er vélunnið og loftar mjög vel um hana. Núna er sú breyting á hárkollum frá Bergmann að saumaður hefur verið stamur renningur ca. 2 cm inn á grunninn fyrir ofan sitthvort eyra og einnig aftan á hálsinum. Þessir stömu renninngar gera það að verkum að hárkollan situr enn betur á kollinum. Aftan á hálsinum er hægt að þrengja eða víkka hárkolluna.
Ella er framleidd í 17 litum.