Ria er einsog myndin sýnir með stutta klippingu. Það er lyfting í hárinu sem auðvelt að ýfa upp eða bæla. Ráðleggjum við viðskiptavinum að nota eingöngu sjampó + balsam sem ætlað er fyrir gervi hár til að þvo hárkollurnar. Ekki má nota heitt sléttujárn – krullujárn eða nota hárblásara í gervi hár þar sem hárið getur bráðnað í of miklum hita, en fyrir vikið er fyrirhöfnin við að halda henni við svo til engin.
Grunnurinn er vélunnin fyrir utan hárið í framlínunni (það er við ennissvæðið). Þar hefur hárið verið handhnýtt í gegnsæjan grunn sem líkir eins vel eftir hársverði og hægt er að óska sér í hárkollu. Það loftar mjög vel um grunninn. Á innanverðum grunninum sést að það hefur verið saumaður stamur renningur fyrir ofan sitthvort eyra og einnig aftan á hálsinum. Þessir stömu renningar gera það að verkum að hárkollan situr enn betur á kollinum. Hárkolluna er hægt að víkka eða þrengja aftan á hálsinum á innanverðum grunninum. Þar eru 2 flipar sitthvoru megin (franskur rennilás) sem hægt er að stilla til að víkka eða þrengja.
Ria er framleidd í 17 litum, fáanleg í gráum lit.
Einnig framleidd í minni stærð sem er 53 cm.