Hárkollugerðin er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við þá einstaklinga sem af einhverjum ástæðum missa hárið með hárkollur, hártoppa og höfuðföt,stuðningsbrjóstahöld svo eitthvað sé nefnt.
Leikhús, kvikmynda- og auglýsingafyrirtæki geta leitað til Hárkollugerðarinnar og leigt eða keypt hárkollur, skegg, barta.
Einnig geta fyrirtæki og félagasamtök leitað til fyrirtækisins með hárkolluleigu hvað varðar skemmitatriði á t.d. árshátíðum, þorrablótum eða öðrum uppákomum fyrirtækja eða félagasamtaka.
Allar upplýsingar eru veittar í síma 511 5222
Kolfinna Knútsdóttir
Sími: 896-7222
kolfinna@harkollugerd.is
Sigurður Pálsson
Sími: 864-9222
sigurdur@harkollugerd.is
Eigandi
Kolfinna Knútsdóttir
Er farðara og hárkollugerðar menntuð. Hún hefur verið starfandi við fagið síðan árið 1985 er hún lauk námi frá Complection London School of make up. Hún hefur auk þess starfað hjá Þjóðleikhúsinu í 11 ár við förðun og hárkollugerð, unnið ýmis lausastörf við förðun og hárkollugerð s.s. við sjónvarp, auglýsingar bæði blaða og sjónvarps, við heimildarþætti, kvikmyndir, kennslu ásamt fleiru Hún hefur sótt námskeið og kynningar erlendis. Hún hefur þjónustað einstaklinga sem misst hafa hárið með hárkollur og höfuðföt frá árinu 1999.
Eigandi
Sigurður Pálsson
er viðskiptafræðingur að mennt og hefur hann yfir 25 ára reynslu af rekstri fyrirtækja og veitti hann meðal annars Bóksölu Stúdenta forstöðu yfir 20 ára skeið. Núna hefur hann söðlað um og er hann fjármálastjóri Hárkollugerðarinnar og sér hann einnig um vefsvæði fyrirtækisins ásamt markaðssetningu þess.