Munurinn á Gervi hári og Ekta hári

Gervi hárið er mjög létt og eðlilegt.  Það sem er þess stærsti kostur er að ekkert þarf að hafa fyrir hárkollum úr gervi hári.  Gervi hárið endist svipað og ekta hárið þegar það er búið að vinna það í hárkollu.  Ekki má þó nota sléttujárn eða heitt krullujárn í gervi hárið þar sem það þolir hita upp að vissu marki og þá bráðnar það. Það tekur heldur ekki við lit. Ekki þarf að blása gervi hárið þar sem það er formað í það form sem þú óskar eftir þegar það er rakt eftir þvott og þornar hárkollan yfir nótt.

Athugið einnig að þegar staðið er við heitt grill eða opnaður er mjög heitur ofn að færa ykkur frá ofn hurðinni þegar hún er opnuð þar sem hitinn/heit gufan  getur brætt hárið í hárkollunni.

Ekta hárið er eins og nafnið bendir til ekta hár.  Það er hægt að lita og forma eftir smekk.  Þess skal þó getið að það að halda hárkollu úr ekta hári við er meira en að segja það og er svo sannarlega ekki á hvers manns færi.  Það að laga til hárið svo vel sé og halda henni góðri eftir þvott eða þegar hárkollan hefur aflagast t.d. eftir að hafa lent í rigningu kallar oft á nýja lagningu.  Eins og áður kom fram þá er endingartími ekta og gervi hárs í hárkollu svipaður. Það getur tekið nokkuð langan tíma að komast upp á lag með að eiga við hár í hárkollu og er gott að hafa í huga að þar sem hárið eðlilega slitnar þá þurfa einstaklingar oft að klippa endana á hárkollunni og styttist hún þá eðlilega með tíð og tíma.

Við hjá Hárkollugerðinni ráðleggjum viðskiptavinum okkar að fá sér hárkollu úr gervihári.